ÞARI OG ÞANG Í EYJUM TIL SKÖPUNAR

ÞARI OG ÞANG Í EYJUM TIL SKÖPUNAR
Alberte Bojesen og Tuija Hansen koma til Vestmannaeyja 17.júlí og bjóða íbúum að taka þátt í skapandi tilraunum með þara og þangi úr Eyjum í Fab Lab smiðjunni í Eyjum frá kl:12:00-17:00.
Komdu og vertu með listamönnunum og rannsakendunum Alberte Bojesen og Tuija Hansen í hagnýtri rannsókn á þangi sem lifandi, skapandi og sjálfbæru efni.
Þessi vinnustofa sameinar listrænar tilraunir, skynrænt nám og vistfræðilega meðvitund meðfram ströndum Íslands. Við munum fara niður í fjöru (háð veðri) til að greina og safna staðbundnum tegundum þangs með ábyrgum hætti. Auk þess munu þátttakendur fræðast um matargerð úr staðbundnum tegundum og læra hvernig hægt er að breyta þangi í lífrænt efni, hvernig megi sólarlita með þangi og búa til litarefni úr því. Við hlökkum til samræðu um hlutverk þangs í listum, vísindum og staðbundinni menningu. Við munum velta fyrir okkur sjálfbærum möguleikum þess, náttúrulegum eiginleikum og gildi sem heildræns lífmassa, ekki til arðráns heldur samlífs.
„Þú verndar aðeins það sem þú elskar, þú elskar aðeins það sem þú þekkir. Þú þekkir aðeins það sem þér er kennt.“ – Guðmundur Páll Ólafsson
Drifting Lab er meira en vinnustofa — það er vettvangur til að endurskoða tengsl okkar við lífríki sjávar, umbreyta viðhorfi til efnis og byggja upp endurnýjanlega framtíð með sköpun.
Skráðu þig með því að senda okkur tölvupóst á vestmannaeyjar (hja) fablab.is

DRIFTING LAB WORKSHOP
Join artist and material researchers Alberte Bojesen and Tuija Hansen for a hands-on exploration of seaweed as a living, creative, and sustainable material.
This workshop combines artistic experimentation, sensory learning, and ecological awareness along the Icelandic coast. We will go to the coast (weather-dependent) to identify and responsibly forage local species. Additionally, participants will learn
about culinary uses of local species and sample coastal flavours, learn how to transform seaweed into bio-based materials, learn how to solar dye with seaweed, and use seaweed-based pigments. Look forward to a communal discussion on the role of seaweed in art, science, and local culture. We’ll reflect on its sustainable potential, natural properties, and value as a holistic biomass, not for exploitation, but for symbiosis.
“You protect what you love, you love only what you know, you know only what you are taught.”
– Guðmundur Páll Ólafsson
Drifting Lab is more than a workshop—it’s a place to reimagine our entanglement with marine life, shift material mindsets, and build regenerative futures through Co-creation.