UM FAB LAB

Hvað er Fab Lab?
Fab Lab kemur af ensku orðunum Fabrication Laboratory, eins konar framleiðslu tilraunastofa.

Fab Lab á rætur sínar að rekja til Center for Bits and Atoms hjá MIT háskólanum í Massachusetts í Bandaríkjunum. Þeirri stofnun stýrir prófessor Neil Gershenfeld sem auk þess að stunda miklar rannsóknir á þessu sviði kennir hann áfanga hjá MIT sem heitir How to Make (Almost) Anything.

Árið 2008 þegar fyrsta Fab Lab smiðjan á Íslandi var sett á laggirnar í Vestmannaeyjum höfðu 38 Fab Lab smiðjur verið stofnaðar.

Nú árið 2024 er fjöldi Fab Lab smiðja yfir 2900 talsins og fjöldi starfandi Fab Lab smiðja á Íslandi er nú 13.

21805844709_75967d0533_z
22358808220_043681d5d2_z
footer

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Fab Lab er vettvangur framtíðarinnar
Við viljum vera gerendur í hinni stafrænu framtíð. Við viljum skapa ný störf, ný tækifæri og virkja möguleika sem ný tækni býður upp á. Við viljum ekki eingöngu vera neytendur nýrrar tækni, við viljum vera skapandi þátttakendur í tækniuppbyggingu framtíðarinnar.

Róttækar breytingar í samfélagi og atvinnulífi kalla á breytingar í menntun. Menntun og hæfni í verkgreinum, raungreinum og tæknigreinum eru mikilvæg undirstaða nýsköpunar. Við viljum að Íslendingar séu samkeppnishæf þjóð hvað varðar hæfni og hagvöxt.

Fab lab er opinn vettvangur fyrir almenning, fyrirtæki, frumkvöðla, og nemendur.
Fab Lab er smiðja með tækjum og tólum til þess að gera nánast hvað sem er.
Í smiðjunum er búnaður til þess að raungera hugmyndir með hjálp tölvustuddrar hönnunar og framleiðslutækni. Þar eru meðal annars tölvustýrðir laserskerarvinylskerar, fræsivélar, þrívíddarskannar og þrívíddarprentarar ásamt búnaði til að vinna með sérfræðingum um allan heim sem hafa það að markmiði að deila þekkingu.

Samkeppnishæfni Íslands byggir á möguleikum til nýsköpunar í krafti þekkingar og hæfni. Fab Lab er frábær vettvangur til ná markmiðum um aukna áherslu á nýsköpun, hönnunar- verk- og tæknimenntun og til að hvetja til fjölgunar tækni- og raungreinamenntaðra einstaklinga sem eru tilbúnir að takast á við nýjar áskoranir.

Fab Lab er stytting á enska orðinu Fabrication Laboratory.
Uppruni Fab Lab er í Center For Bits and Atoms hjá MIT háskólanum í Boston.

Til ársins 2021 hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands leitt starf Fab Lab smiðja með samstarfsaðilum víða um land.
Fab Lab smiðjur eru nú starfandi í Vestmannaeyjum, á
Selfossi, Hornafirði, í Fjarðabyggð, á Sauðárkróki, Ísafirði, Akureyri og í Reykjavík.

fablabisland_kort_2024_transparent_445px

Í Fab Lab fer fram bæði formlegt og óformlegt nám. Í smiðjunum eru kennd undirstöðuatriði stafrænnar framleiðslutækni á grunnskóla-, framhaldsskólastigi. Einnig á háskólastigi í gegnum Fab Academy þar sem kennd er stafræn framleiðslutækni; allt frá þrívíddarhönnun, til framleiðslu hluta og forritunar með hjálp tölvustýrðra tækja og tóla.

Í Fab Lab smiðjum landsins eru kennarar, leiðbeinendur og nemendur þjálfaðir til að koma stafrænni framleiðslutækni enn betur inn í skólakerfið og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk til að tileinka sér færni 21.aldarinnar.

Fab Academy er framhaldsnám þar sem boðið er upp á hátækninám meðal annars á stöðum á landsbyggðinni sem annars hefðu ekki aðgang að tækni-og verknámi á jafn háu stigi.
Markmið Fab Lab smiðja er að auka færni einstaklinga til að vera hönnuðir og skaparar nýrrar tækni að vera gerendur en ekki eingöngu neytendur.

Samkvæmt framtíðarspám munu allt að 65% barna sem nú eru á fyrstu árum grunnskóla vinna störf sem byggja á tæknilausnum sem enn eru ekki orðnar til.

Fab Lab er mikilvægur vettvangur til að þjálfa hæfni fyrir störf framtíðarinnar og auka lífsgæði þjóðarinnar.

Í dæmigerðri Fab Lab smiðju er hægt að finna öflug tæki, sem eru þó tiltölulega einföld í notkun, og má t.d. nota til að smíða frumgerðir að nýjum uppfinningum eða hönnun. „Þetta er búnaður á borð við tölvustýrða fræsivél sem getur skorið út t.d. húsgögn, skilti eða þrívíð módel, og fínfræsari sem nýtist m.a. til að skera út rafrásir eða búa til vaxmót sem svo má steypa eftir. Í öllum Fab Lab smiðjunum hér á landi eru laserskerar sem geta skorið út tvívíða hluti sem festa má saman til að búa til þrívíða hluti. Eins hefur fólk afnot af þrívíddarprenturum sem prenta úr plastefnum. Allar Fab Lab smiðjur búa líka yfir þrívíddarskanna og rafeindaverkstæði þar sem hægt er að búa til hvers kyns rafknúna hluti.

Af hverju Fab Lab?
Samkeppnishæfni Íslands hrakaði mjög í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Í skýrslu Boston Consulting Group frá árinu 2012 kemur Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar þjóðir varðandi innviði og uppbyggingu netsins. Ísland er einnig ofarlega í samanburði þegar kemur að því hve miklu er eytt á netinu. Íslendingar standa standa mun neðar á listanum þegar kemur að því hversu mikið við nýtum netið í þágu viðskipta og atvinnulífs. Þetta bendir til þess að Íslendingar séu í meira mæli neytendur tækni en samanburðarlönd, en minna að vinna og skapa út frá tækninni.

Nýsköpun á 21. öldinni tengist tölvum, netinu og tækni. Þetta á við um nýsköpun innan hefðbundinna atvinnugreina, starfandi fyrirtækja ekki síður en frumkvöðla og sprota. Fáar atvinnugreinar geta þrifist án tækni og þörf er fyrir hugmyndaríkt, tæknilega fært og vel menntað fólk á öllum sviðum í framtíðinni.

Samkeppnishæfni Íslands til framtíðar byggir á möguleikum til nýsköpunar í krafti þekkingar og hæfni. Fab Lab er verkfæri til ná markmiðum um aukna áherslu á verk-, hönnunar- og tæknimenntun og hvetja til fjölgunar tækni- og raungreinamenntaðra.

Rannsóknir, úttektir, stefnumótunarvinna og ályktanir ýmissa aðila hafa bent á það aftur og aftur, árum saman, að samkeppnishæfni Íslands til framtíðar byggi á möguleikum okkar til nýsköpunar í krafti þekkingar og hæfni. Flestir eru sammála um mikilvægi þess að auka áherslu á verk- og tæknimenntun og hvetja til fjölgunar tækni- og raungreinamenntaðra og flestir eru sammála um mikilvægi þess að byggja upp styrkja möguleika Íslendinga til að auka hlutdeild alþjóðageirans í íslensku efnahagslífi (sbr. t.d. McKinsey 2012 “Charting a Growth Path for Iceland).

Hvaða búnaður er í Fab Lab smiðjum?
Allar Fab Lab smiðjur landsins eru búnar ýmiskonar búnaði til þess að framkalla hvers konar hugmyndir.
Allar smiðjurnar eru með laserskera, stóra fræsivél, fínfræsivél, þrívíddarprentara, rafeindaverkstæði, hafa aðstöðu til þrívíddarskönnunar, fjarfundabúnað og búnað til hönnunar tvívídd og þrívídd ásamt búnaði til forritunar.
Í þessu kennsluefni er farið yfir hvernig hægt er að nota þennan búnað.

Umgengni í Fab Lab smiðjum
Fylgið öryggisreglum, gangið vel um búnað og takið til eftir ykkur og aðra.

is_ISÍslenska