DISTRIBUTED DESIGN PLATFORM

honnudir_og_skaparar_2022_600px

VINNUSTOFA OG VÖRUÞRÓUN FYRIR HÖNNUÐI OG AÐRA SKAPARA

Hönnuðir, hugmyndasmiðir og aðrir skaparar athugið
Ef þú ert með hugmynd að vöru sem þú vilt þróa og koma á framfæri þá er tækifæri fyrir þig í Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum. Þar geturðu nýtt þér tölvustýrð tæki og tól til þess að gera frumgerðir að vörum og þróa vöruna þína til framleiðslu og markaðssetningar.
Í boði verður handleiðsla og aðgengi að Fab Lab smiðjunni í allt að 12 mánuði ásamt námskeiðum og vinnustofu.

Á vinnustofunni verður hugmyndafræði dreifðrar hönnunar kynnt, vistkerfi dreifðrar hönnunar og hvað það er sem gerir dreifða hönnun sérstaka. Þá verður farið yfir nokkur dæmi um dreifða hönnun. Hönnuðir gera frumgerðir og þróa hugmyndir sínar áfram.

DREIFÐ HÖNNUN

Dreifð hönnun þýðir það að hægt er að hanna hlutina nánast hvar sem er og hún býður upp á möguleikann að hægt er að framleiða hlutina staðbundið og minnka kolefnisfótspor vara umtalsvert. Samstarfsvettvangur dreifðrar hönnunar býður upp á að að viðskiptavinir geti fengið aðgang að gæða hönnun hann getur stækkað markaði fyrir hönnuði, skapara og framleiðendur.

Vörur sem við kaupum hafa iðulega ferðast þúsundir kílómetra áður en við fáum þær í hendur. Áður en vörurnar eru framleiddar hafa hráefnin líka gjarnan verið flutt um langan veg til verksmiðjunnar. Fjöldaframleiddar og staðlaðar vörur gefa ekki alltaf mikið svigrúm fyrir persónulegar þarfir og skapa ekki endilega atvinnu í nærumhverfinu. Er hægt að draga úr umhverfisáhrifum vöruframleiðslu, auka aðgengi að gæðahönnun og stækka markaðinn fyrir hönnuði, skapara og framleiðendur?

Um þessar mundir er hlutverk hönnuðarins að þróast og aðlagast nýjum, stafrænum heimi. Dreifð hönnun (e. Distributed Design) er ný nálgun þar sem leitast er við að hanna á heimsvísu en framleiða í hverri borg og bæ fyrir sig. Þetta breytir því hvernig vörur eru framleiddar og hvernig viðskiptavinir tengjast vörunum.

Markmiðið með Distributed Design Platform er að koma upp nýju kerfi þar sem framleiðendur á hverjum stað fyrir sig hafa aðgang að hönnun frá öllum heimshornum til að framleiða og dreifa eftir því sem þörf krefur. Þannig er hægt að laga vörur að þeim aðföngum sem tiltæk eru og breyta þeim eftir þörfum áður en þær berast beint frá framleiðanda til neytanda.

Distributed Design Platform er verkefni sem Fab Lab Vestmannaeyjar / Þekkingarsetur Vestmannaeyja á nú aðild að og er stutt af Creative Europe sem styður við gróskuna í starfi skapara og hönnuða með því að efla útbreiðslu og dreifingu á verkum þeirra, veita þeim tækifæri á alþjóðlegum vettvangi og beina athygli að þeim sem skara fram úr.

Peoples-choice-award-2022-low-1
DDP_1090x728
dd_creative_europe_600px

DISTRIBUTED DESIGN BOOTCAMP AND DEVELOPMENT PROGRAM

Fab Lab Vestmannaeyjar will support and promote local and European emerging talents through personalized support that will include yearlong access to tools, knowledge and expertise in both digital fabrication and project strategy.

The process includes an intensive maker-to-market bootcamp where participants will have access to cutting edge tools and sessions on topics such as business development, communication and supply-chain management, amongst others.
The provided support will be adapted to the participants’ needs, and include both in-kind and financial support to increase community -building around their projects, support their internationalisation and the creation of new models for revenue streams.

Special emphasis will be put on supporting projects and creators who make relevant contributions to the open source and distributed design field., as well as to projects that can contribute to long-term visions such as the Green New Deal with concrete solutions to today’s environmental challenges.

Participants will be selected by a jury of professionals from the distributed design network who will evaluate the potential and relevance of all potential candidates taking in account to which degree their projects are distributable, reproducible and/or add ecosocial value.

Once the selection is completed. A first round of diagnosis interviews will take place, to detect specific needs that could be addressed in both the bootcamp and the year-long support.

is_ISÍslenska