FUSION 360
Hvað er Fusion 360 ?
Fusion 360 er öflugt þrívíddarvinnslu CAD, CAM og CAE forrit (tölvustudd hönnun, tölvustudd framleiðsla og tölvustudd verkfræðilegir útreikningar).
Forritið vinnur m.a. á skýinu og er mjög öflugt til margra hluta.
Í Fab Lab smiðjunum er forritið notað til þess að hanna hluti í þrívídd til þess að skera út í fræsivélum og laserskurðarvélum. Auk þess sem forritið er m.a. notað til þess að hanna hluti til að prenta út í þrívíddarprenturum og til mótagerðar.
Forritið hentar vel fyrir smellismíðagerð og hentar sérlega vel fyrir s.k. parametric design.