SKETCHUP
Hvað er Sketchup ?
Sketchup er þrívíddar forrit frá Trimble og er tiltölulega einfalt í notkun. Það hentar m.a. vel til að gera skissur í þrívídd af hlutum, byggingum eða svæðum eða öðrum hlutum sem til stendur að hanna.
Í Fab Lab smiðjunum er forritið mest notað til þess að hanna húsgögn, fyrir smellismíðagerð og einnig er hægt að nota forritið til þess að hanna hluti til að prenta út í þrívíddarprentara.
Heimasíða hugbúnaðarins: https://www.sketchup.com