TINKERCAD

Hvað er Tinkercad ?

Tinkercad er þrívíddar CAD forrit frá Autodesk sem er einfalt í notkun og hentar m.a. vel til hönnunar á litlum einföldum hlutum til þess að þrívíddarprenta.

Í Fab Lab smiðjunum er Tinkercad mest notað til þess að hanna hluti í þrívídd til þess að prenta út í þrívíddarprentara. Í Tinkercad er einnig hægt að flytja inn skrár á t.d. .svg formati og umbreyta í þrívdd og einnig hægt að flytja inn þrívddar skrár á .obj eða .stl sniði og vinna áfram með þær skrár í Tinkercad.

Forritið er í skýinu og má nota með vafra á https://www.tinkercad.com/.
Kennarar geta fengið sérstakan aðgangskóða sem þeir geta gefið áfram til nemenda sinna til þess að þeir geti notað forritið.

Kúluteningur fyrir þrívíddarprentun

Að byrja að teikna í Tinkercad 1/4

Að byrja að teikna í Tinkercad 3/4

Að byrja að teikna í Tinkercad 2/4

Að byrja að teikna í Tinkercad 4/4

Kennsluefnið var unnið sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

is_ISÍslenska