FLÆÐI FRAMTÍÐAR RÁÐSTEFNA

flaediframtidar1

FLÆÐI FRAMTÍÐAR RÁÐSTEFNA

Yfirlit ráðstefnunnar:
Heiti: Flæði Framtíðar: Ráðstefna um nýsköpunarumhverfi á Suðurnesjum

Dags. og Tími: 15. september 2024, kl. 14:00 til 17:35

Staðsetning: Reykjanesbær, Stapi Hljómahöll

Þema: Nýsköpunarumhverfi á Suðurnesjum með áherslu á gervigreind og sjálfvirkni og menntamál.

Lykil fyrirlesari: Nora.ia

Skipuleggjandi: Fab Lab Suðurnes ásamt samstarfaðilum
Helstu þátttakendur: Fab Lab Suðurnes, Nora.ai, Reykjanesbær, Grænir Iðngarðar, Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum, Fjölbrautaskólinn á Suðurnesjum, Algalíf, Háskólinn í Reykjavík, HSOrka, AtNorth og Svepparíkið.

MARKMIÐ RÁÐSTEFNUNNAR

  • Fræða þátttakendur um hvernig gervigreind og sjálfvirknivæðing eru að móta framtíð nýsköpunar og vinnumarkaðarins.
    Kynna raunveruleg dæmi um hvernig gervigreind og sjálfvirknivæðing hafa verið nýtt af fyrirtækjum á Suðurnesjum og Íslandi.
    Sýna fram á hvernig tækni er notuð á Suðurnesjum og Íslandi til að styðja við nýsköpun.
    Rýna í hvernig menntakerfið getur stutt við nýsköpun og þróað hæfni nemenda í gervigreind og sjálfvirknivæðingu.
    Ræða hvernig menntun getur undirbúið frumkvöðla, nemendur og almenning fyrir tæknibreytingar.
    Hvetja til samstarfs milli skóla og fyrirtækja til að efla tæknilega hæfni og menntun á sviði nýsköpunar.
    Greina tækifæri fyrir fyrirtæki og frumkvöðla til að innleiða nýsköpun.
  •  

GERVIGREIND OG SJÁLFVIRKNI

Ráðstefnan "Flæði Framtíðar" mun fjalla um nýsköpunarumhverfið á Suðurnesjum með sérstaka áherslu á gervigreind og sjálfvirkni. Þátttakendur munu fræðast um hvernig tækniþróun mun móta framtíð vinnumarkaðarins og nýsköpunar. Á ráðstefnunni verður einnig rætt um mikilvægi menntunar í tengslum við tækni og undirbúa komandi kynslóðir fyrir framtíðina.
Lykilfyrirlesari verður Nora.ai, og þátttakendur geta búist við raunverulegum dæmum um nýtingu gervigreindar og sjálfvirknivæðingar hjá fyrirtækjum á Suðurnesjum. Meðal annarra þátttakenda eru m.a. Fab Lab Suðurnes, Reykjanesbær, Grænir Iðngarðar, Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum, Fjölbrautaskólinn á Suðurnesjum, Algalíf, Háskólinn í Reykjavík, HS Orka og AtNorth.
Ráðstefnan er frábært tækifæri til að læra um nýjustu framfarir í gervigreind og sjálfvirkni, ásamt því að tengjast lykilaðilum í nýsköpun á Suðurnesjum.

is_ISÍslenska