ISLAND OCEAN FUSION CAMP TÓNLEIKAR OG UPPSKERUHÁTÍÐ

TÓNLEIKAR: BIGGI NIELSEN Í SUNDLAUG VESTMANNAEYJA
Biggi Nielsen bæjarlistamaður mun halda magnaða tónleika í sundlaug Vestmannaeyja þann 20.mars kl:20:30 í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjar í tengslum við Island Ocean Fusion Camp og Distributed Design verkefnið sem styrkt er að Creative Europe áætlun Evrópusambandsins.
Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir og gestir geta notið tónleikanna til fulls ofan í sundlauginni eða fylgst með á bökkum laugarinnar.
Biggi mun ásamt hljómsveit spila einstök verk sem innihalda hljóð úr nátttúru Vestmannaeyja og þar á meða hljóð hvala í kringum Vestmannaeyjar sem vísindafólk úr Háskóla Íslands hefur tekið upp og notað í rannsóknir sínar.
Um er að ræða mjög sjónrænan og áhugaverðan viðburð í sundlaug Vestmannaeyja, þar sem frumflutt verða fleiri lög með söngvum hvala sem spiluð verða í neðansjávar hátulurum undir yfirborði sundlaugarinnar og ofanjarðar verður hljómsveit sem spilar fyrir gesti sundlaugarinnar með hreyfimyndum úr náttúru Vestmannaeyja og hafinu í kring.
Viðburðinum er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi hafsins og vekja athygli á rannsóknum því tengdu og auka áhuga á haflæsi.
Hljómsveitina skipa:
- Birgir Nielsen Þórsson: trommur, slagverk, forritun.
- Ásgeir Ásgeirsson: gítarar
- Þórir Ólafsson: Hljómborð og synthesiser
- Þórir Rúnar Geirsson: Bassi


