LASERSKERI

Epilog Mini Helix 24 er CO2 laserskeri og er í öllum Fab Lab smiðjum landsins.

Í Fab Lab smiðjunum er laserskeri notaður til þess að gera frumgerðir af stærri hlutum sem síðar á að skera út í fræsivél eða slíkt. Oft er byrjað að gera frumgerðir í bylgjupappa og síðan er skorið í önnur efni.

Laserskerinn er notaður til þess að brennimerkja í efni (e.raster eða engrave) eða skera í gegnum það (e.vector).

Stærð flatar: 300 * 600 mm
Þykkt efnis: Yfirleitt 3 mm plexigler, ræður við 4 mm krossvið.

Algengsustu efni sem notuð eru í laserskeranum eru, bylgjupappi, pappi, plexigler, gler, delrin og krossviður.

Varúð:

  • MDF inniheldur ýmis óæskileg efni fyrir heilsuna og því forðumst við að nota það.
  • Aldrei fara frá laserskeranum þegar hann er í notkun. Fylgist með skurðinum og gætið þess að ekki kvikni í hlutnum sem er verið að laserskera.
  • Ekki nota PVC plast eða nylon því þá koma eiturgufur sem skaða fólk og laserskera.
  • Ekki nota hluti sem spegla leysigeislanum til baka (s.s. speglar eða málmur)
  • Þegar laserskerinn hefur lokið sínu verki, skal bíða í a.m.k. 30 sekúndur meðan loft frásogast frá vélinni.

Verkefni 1: Lyklakippuskraut - Vector og raster

Hannið einfalt lyklakippuskraut, lærum munin á vector og raster.

Verkefni 2: Fígúra sem stendur

Hannið fígúru með “fót”. Lærum grunnhugtök um efnisþykkt og smellismiði.

Verkefni 3: Geymslubox undir penna

Notið  Tabbed Box maker til að búa til pennabox. Lærum um press-fit smellismiði.

Verkefni 4: Hringlaga dýrabox

Notum Elliptical box maker til að búa til box sem eru eins og dýraandlit í laginu. Lærum um lifandi lamir og smellismiði.

Verkefni 5: Flóknari fígúrur með slicer

Lærum á slicer for fusion og notum það til að búa til fígúrur í mörgum bitum sem smella saman með smellismiði.

Verkefni 6: Skálar - form sem endurtaka sig

Lærum að hanna nytjahluti fyrir heimilið, verðum nytjasöm með efniviðinn.

Verkefni 7: Tannhjól og hreyfanlegir hlutir

Lærum að hanna tannhjól sem láta hluti hreyfa sig.

Verkefni 8: Bangsar og dúkkur

Lærum að nota laserskerann á textíl til þess að skera búta sem við saumum síðan saman í saumavél. (varúð ekki nota nylon

Verkefni 9: Color mapping

Notum color mapping til að skera á nákvæmari hátt.

Verkefni 10: Tesselations - eilífðarpúsl

Notum clone tool og stærðfræði til að hanna form sem endurtaka sig.

Verkefni 11: Pepakura þrívíddarform

Notum Pepakura forritið með Inkscape til að búa til tvívíddarform úr pappa sem við setjum

saman til að mynda flott  og flókin þrívíddarform.

Verkefni 12: Púsl og gestaþraut

Hönnum þrívíddarpúsl eða gestaþraut til skrauts og gamans.

Epilog Mini 24 - Laserskeri


Vinnuflötur: 600 x 300 mm

Aðgengilegur á öllum stöðum

Fab Wiki

is_ISÍslenska