VINYLSKERI

Roland GX-24 er vinylskeri og er í öllum Fab Lab smiðjum landsins.

Vinilskeri er einskonar plotter, tölvustýrður hnífur sem getur skorið í filmur.

Stundum er vinylskera líkt við prentara nema í stað þess að sprauta bleki þá er hníf stungið niður og allt sem hægt er að gera með dúkahníf í filmur er hægt að gera í vinylskera bara á mun nákvæmari hátt.

Stærð flatar: 600 * ??? mm
Breidd hönnunar má vera c.a. 580 mm.

Vinylskerinn er af sumum talin vanmetnasta tækið í Fab Lab smiðjunni en hann má nota á fjölbreyttan hátt til dæmis:

 • Til að skera út límmmiða
 • Skera út textílfilmur
 • Skera út sveigjanlegar rafrásir
 • Gera mynstur í yfirborð
 • Skera út filmur fyrir silkiprentun
 • Kveikið á Roland vinylskeranum.
 • Ákveða lit sem á að nota.
 • Setjið efni í Roland vinylskerann. Hægt er að setja efnið í að framanverðu sem og að aftanverðu.
 • Láta efnið ná fram yfir ljósnemann sem er framan á vélinni. Skerinn sker á efnið milli hjólanna tveggja.
 • Hjólin eru stillt með því að færa þau til ofan á efnið. Vinstra hjólið á að vera staðsett nálægt endanum vinstra megin eða á hvíta breiða svæðið. Hægra hjólið á svo að vera við þá reiti sem eru merktir eru með hvítum miða.
 • ATH hægt er að losa um á bakhlið til að setja inn efnið, eftir það verður að læsa bakhliðinni aftur.
 • Smellið á pílur upp eða niður sem eru hægra megin á skeranum og veljið Piece ef notaður er bútur en Roll ef notuð er rúlla.
 • Síðan er smellt á Enter á vinyl skeraranum.

Útskurður

 • Opnið skjal í Acrobat Reader eða Foxit Reader
 • Veljið File > Print > Roland GX 24.
 • Veljið Preferences > Smella á Get data from Machine.
 • Ef notuð er rúlla er þarf að setja lengd skjalsins inn. Smella á File > Properties. Neðarlega á síðunni sést Page size. Seinni talan er lengd skjalsins sem færa þarf inn í File > Print > Properties > length. Setja þá 2 mm meira en hönnunarskjalið er. Þá er smellt á OK.
 • Ef notaður er bútur þarf ekki að setja inn lengdina heldur sér skerinn sjálfur um að skanna bútinn og veit því stærð hans.
 • Áður en skorið er út þarf að stilla Page Scaling á NONE
 • Og taka hakið af Auto Rotate and Centre.
 • Smellið svo á OK eða Print.
 • Ef hætta á við aðgerð, Unset er smellt tvisvar á Menu á skeranum.

Verkefni 1: Nafnalímmiðar

Hönnum fyrsta límmiðann okkar. Tilvalið til þess að merkja tölvu eða síma.

Verkefni 2: Límmiði fyrir glugga - speglun

Lærum að spegla hönnun þannig að það má nota hana í glugga.

Verkefni 3: Einföld form

Lærum að teikna einföld form og búa til límmiða úr þeim.

Verkefni 4: Flóknari form

Lærum að auðvelda ferlið að teikna flóknari form og búum til límmiða.

Verkefni 5: Vínyl á bol

Lærum að búa til merki fyrir bol eða annan fatnað og að nota pressu til að festa vínyllinn á efnið.

Verkefni 6: Tveir litir í Vínyl

Lærum hvernig má búa til límmiða í tveimur litum.

Verkefni 7: Andlitsmynd í tveimur litum

Lærum að vinna mynd af okkur sjálfum eða öðrum þannig að við fáum límmiða í tveim litum.

Verkefni 8: Límmiði á bol í tveimur litum

Hönnum tveggja lita límmiða fyrir fatnað.

Verkefni 9: Límmiði í 4 eða fleiri litum

Hönnum flókinn límmiða í 4 eða fleiri litum.

Verkefni 10: Rafrás í koparfilmu

Teiknum og skerum einfalda rafrás í vínylskeranum.

Vinylskeri Roland GX-24

Vinnuflötur: 600 x ??? mm

Aðgengilegt á öllum stöðum

Fab Wiki

is_ISÍslenska