NÁMSKEIÐ OG NÁMSBRAUTIR
FAB ACADEMY
Námið í Fab Academy er alþjóðlegt nám í stafrænni framleiðslu þar sem áhersla er lögð á að læra með því að framkvæma hlutina. Nemendur í Fab Academy öðlast hæfni á mikilvægum sviðum sem tengjast tölvum, rafeindatækni, forritun og stafrænni framleiðslu en þekking á þessu sviðum nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar.
Auk FabAcademy eru fleiri námsbrautir í boði.
Sjá nánar á https://academany.org/
SKÓLAR
Mikil samvinna er milli Fab Lab smiðjanna og skólanna í nágrenni þeirra. Áfangar í framhaldsskólum og greinar í grunnskólum eru kenndar í smiðjunum; áfangar þar sem áhersla er lögð á stafræna framleiðslu, hönnun, nýsköpun, tölvulæsi/leikni, rafeindatækni og forritun. Innan Fab Lab Ísland er mikil áhersla lögð á að þjálfa kennara – sem síðan þjálfa nemendur sína fyrir vegferð um hina skapandi veröld Fab Lab. Haldin eru sérstök námskeið fyrir kennara og opnir þjálfunartímar. Heimasíðu fyrir kennara haldið úti auk þess sem stuðlað er að virkni og samstarfi milli kennara í gegnum samskiptamiðla.
NÁM Í FAB LAB
Fab Lab smiðjurnar bjóða einnig upp á fjölbreytt námsframboð fyrir almenning, bæði formlegt og óformlegt nám. Óformlega námið felst í aðstoð við notendur smiðjanna almennt. Formlegra nám er í formi námskeiða sem haldin eru reglulega í smiðjunum; s.s. Fab Lab hönnunarsmiðja, ýmis byrjendanámskeið í stafrænni framleiðslu, námskeið í rafeindatækni og forritun o.fl. Einnig eru haldin námskeið í smiðjunum í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar.