VERKEFNAKVEIKJUR

VERKEFNAKVEIKJUR FYRIR LASERSKERA

Í öllum Fab Lab smiðjum landsins eru laserskerar.

Laserskerar  skera út hönnun að sumu leyti eins og tifsagir geta gert en gera það með geisla sem sendur er í gegnum efnið.  Laserskerinn getur gert það á mun nákvæmari hátt og auðvelt er að skera fleiri en eitt eintak sem eru alveg eins.

Laserskerar eru notaðir ýmist til þess að gera frumgerðir, skera út í plexígler, í við eða pappa eða til að grafa í gler.

VERKEFNAKVEIKJUR FYRIR CNC

CNC (Computer Numerical Control) fræsivélarnar í Fab Lab smiðjum veita notendum tækifæri til að kynnast nútíma framleiðslutækni.  Notendur Fab Lab kynnast hönnunarferli í tvívídd og þrívídd og læra að útbúa kóða til þess að stýra CNC fræsivélum til þess að framkalla fjölbreyttar hugmyndir í við, plastefni eða annars konar efni.

ÞRÍVÍDDARPRENTUN

Þrívíddarprentarnir í Fab Lab smiðjunum hjálpa notendum að raungera hugmyndir sínar í þrívídd. Notendur læra að hanna í þrívídd og geta á einfaldan og aðgengilegan hátt framkallað hugmyndr sínar í þrívíddarprentara. Notendur Fab Lab smiðjanna hafa hannað og prentað ýmsa gagnlega hluti í þrívíddarprenturunum og kynnst mismunandi tækni við þrívíddarprentunina og mismunandi efniseiginleikum.

VERKEFNAKVEIKJUR FYRIR VINYLSKERA

Vinylskeri er tölvustýrð vél sem notar hnífsblað til þess að skera eftir tvívíddarhönnun úr þunnunum og sveigjanlegum efnum eins og vinylfilmum, eða pappa.  Vinylskerar eru oft notaðir til þess að skera út límmiða í vinylfilmur fyrir veggi, hluti eða glugga, skera út filmur fyrir fatnað eða til þess að gera filmu fyrir silkiprentun.

SAMÞÆTT VERKEFNI

Samþætt verkefni þar sem fjöldi framleiðsluferla er notaður og notast er við rafeindabúnað, hann forritaður til að framkalla ákveðna virkni í verkefnum eru dæmi um áhugaverð verkefni.

Lokaverkefni í Fab Academy eru dæmi um verkefni sem innnihalda skynjara, örtölvu, úttæki og eru gerðar ýmist með þrívíddarprenturum, og eða CNC fræsivélum,, laserskerum og eru jafnvel framkölluð með mótagerðartækni.

is_ISÍslenska