FAB LAB KENNSLUEFNI

HUGBÚNAÐUR

computer_395px

TVÍVÍDDARHÖNNUN

INKSCAPE

Inkscape er frítt og frjálst vektorteikniforrit og hentar fyrir laserskera, vinylskera, CNC fræsivél og einnig fyrir þrívíddarforrit eins og Tinkercad, FreeCad og Blender.
Sjá nánar um Inkscape.

GIMP

Gimp er frítt og frjálst rasterteikniforrit og myndvinnsluforrit og hentar fyrir grafíska vinnslu og  myndagerð fyrir laserskera, vinylskera og prentara.
Sjá nánar um Gimp.

ÞRÍVÍDDARHÖNNUN

TINKERCAD

Auðvelt og aðgengilegt forrit til að byrja í þrívíddarhönnun. Hentar sérstaklega byrjendum, börnum og kennslu í grunnatriðum stafrænnar framleiðslu.
Sjá nánar um Tinkercad

FreeCAD

Öflugt, opið hugbúnaðartól fyrir parametíska hönnun. Hentar vel til nákvæmrar verkfræðilegrar hönnunar og til að undirbúa framleiðslu á vélrænum hlutum.
Sjá nánar um FreeCad.

BLENDER

Frjáls og opinn hugbúnaður fyrir 3D líkanagerð, myndgerð og hreyfimyndir. Notað jafnt af áhugafólki sem fagfólki í listum, tölvuleikjagerð og kvikmyndagerð.
Sjá nánar um Blender.

FUSION 360

Öflugt hönnunarforrit frá Autodesk sem sameinar 3D líkanagerð, verkfræði og framleiðslu í einu umhverfi. Hentar vel bæði nemendum og fagfólki til að þróa hugmyndir yfir í fullbúna hluti.
Sjá nánar um Fusion 360

TÆKJABÚNAÐUR

machines_395px

LASERSKERI

Laserskerinn er notaður til þess að brennimerkja í efni (e.raster eða engrave) eða skera í gegnum það (e.vector).
Sjá nánar um laserskera.

VINYLSKERI

Vinylskeri er tölvustýrður hnífur sem sker út mismunandi form úr filmum eftir vektorteikningum. Hann er mest notaður til að búa til límmiða, merkingar og skilti, en einnig er hægt að skera koparfilmu til að gera rafrásir.
Sjá nánar um vinylskera.

ÞRÍVÍDDARPRENTARI

Þrívíddarprentari er vél sem byggir upp hluti lag fyrir lag úr plasti, plastefnum eða öðrum efnum út frá stafrænu 3D líkani. Hann gerir mögulegt að prenta frumgerðir, verkfæri, listmuni og ýmsa hluti beint frá hugmynd í áþreifanlegt form.

Sjá nánar um þrívíddarprentara.

FRÆSIVÉL

CNC-fræsivél er tölvustýrð fræsivél sem getur skorið flókin form í tré, plasti, málmi og öðrum efnum með mikilli nákvæmni.
Sjá nánar um fræsivél

FÍN FRÆSIVÉL

Fín fræsivél , CNC-fræsivél er tölvustýrð fræsivél sem getur skorið flókin form í tré, plasti, málmi og öðrum efnum með mikilli nákvæmni. Fínfræsivélarnar okkar geta fræst út rafrásir, fræst nákvæm mót o.fl .ofl.
Sjá nánar um fín fræsivél

ÞRÍVÍDDARSKANNI

3D skannar fangar lögun hluta og yfirborð í þrívídd og breytir þeim í stafrænar punktaskýjar eða þrívíddarlíkan.
Sjá nánar um þrívíddarskanna.

FORMMÓTUNARVÉL

Formmmótunarvél notar hita og lofttæmi til til að pressa plasfilmu yfir mót og búa þannig til nákvæm mót eða hluti.

Sjá nánar um formmótunarvél.

LEIT

VERKEFNAHUGMYNDIR

Verkefnakveikjur fyrir laserskera, CNC fræsivélar, vinylskera, þrívíddarprentun og fleira sem hæg er að gera í Fab Lab smiðjum

Verkefnakveikjur í Fab Lab 

HVAÐ ER FAB LAB?

Fab Lab smiðjurnar á Íslandi styðja við kennara, nemendur og samfélög með því að skapa nýjar leiðir til náms í raungreinum og tækni. Með stafrænni framleiðslutækni og skapandi vinnuaðferðum bjóða Fab Lab smiðjur upp á lifandi, hagnýtt og aðgengilegt nám þar sem nemendur fá að uppgötva, prófa og læra með því að búa til.

Fab Lab netið á Íslandi tengir kennara, nemendur og hönnuði í lærdómssamfélag þar sem þekkingu er deilt er ásamt hugmyndum og úrræðum. Þannig styðjum við kennara til bjóða upp á STEM-verkefni og bjóðum nemendum upp á fjölbreytta möguleika til náms sem örva gagnrýna hugsun, lausnaleit og sköpunarkraft.

Sjá nánar Um Fab Lab

Rafeindatækni og forritun

Í Fab Lab smiðjunum er gefin innsýn í heim lágspennurafeindatækni með sérstakri áherslu á s.k. embedded electronics.  Þar er mögulegt að gera eigin rafrásir, lóða örgjörva, skynjara o.fl. til þess að gera eigin örtölvur og forrita þær.

Fab Stelpur & Tækni

Verkefnið Fab Stelpur & Tækni miðaði að því að auka áhuga stúlkna á aldrinum 14 til 20 ára á því að nýta Fab Lab smiðjur og læra á stafræn tæki. Enn fremur að fræða ungar stúlkur um heim tækninnar og fjölbreytta möguleika tæknináms og starfa í tækniiðnaði.
Einnig sneri verkefnið að því að brjóta niður staðalmyndir og hvetja ungar stúlkur til að vera virkar á sviði nýsköpunar og tækniþróunar.
Verkefnið er fræðslusamstarf Vöruhússins/Fab Lab, grunn- og framhaldsskóla í Hornafirði og Nýheima þekkingarseturs.

Sóknaráætlun Suðurlands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Fab Lab Ísland og Sveitarfélagið Hornafjörður standa fyrir verkefninu Skapandi skólastarf á Suðurlandi – Nýsköpun og stafræn framleiðslutækni í grunnskólum og bjóða grunnskólum á Suðurlandi til samstarfs.

Markmið verkefnisins er innleiða þekkingu á stafrænni framleiðslutækni og gefa nemendum í grunnskólum Suðurlands tækifæri og færni til þess að virkja sköpunarhæfni sína með hjálp nýjustu tækni.

Hér er kennsluefni sem nýtist í Fab Lab smiðjum landsins ásamt grunn- og framhaldsskólum.

Kennsluefnið má nota án endurgjalds en athugasemdir um hvernig megi bæta efnið eru vel þegnar.

Gerð kennsluefnisins er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Fab Lab Íslands og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Kennsluefnið var unnið sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
is_ISÍslenska