FAB LAB KENNSLUEFNI

Sóknaráætlun Suðurlands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Fab Lab Ísland og Sveitarfélagið Hornafjörður standa fyrir verkefninu Skapandi skólastarf á Suðurlandi – Nýsköpun og stafræn framleiðslutækni í grunnskólum og bjóða grunnskólum á Suðurlandi til samstarfs.

Markmið verkefnisins er innleiða þekkingu á stafrænni framleiðslutækni og gefa nemendum í grunnskólum Suðurlands tækifæri og færni til þess að virkja sköpunarhæfni sína með hjálp nýjustu tækni.

Hér er kennsluefni sem nýtist í Fab Lab smiðjum landsins ásamt grunn- og framhaldsskólum.

Kennsluefnið má nota án endurgjalds en athugasemdir um hvernig megi bæta efnið eru vel þegnar.

Gerð kennsluefnisins er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Fab Lab Íslands og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Kennsluefnið var unnið sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Inngangur um stafræna framleiðslutækni

Verið velkomin í heim stafrænnar framleiðslutækni.

Hér hefur verið tekið saman efni sem nýtist við kennslu í stafrænni framleiðslutækni.

Hvað er Fab Lab?

Fab Lab kemur af ensku orðunum Fabrication Laboratory, eins konar framleiðslu tilraunastofa.

Tvívíddarhönnun

Hugbúnaður í Fab Lab smiðjum er margsháttar.
Í Fab Lab smiðjunum er ýmist hannað í vektorteikni forritum eins og Inkscape eða rasterteikniforritum eins og t.d. GIMP.

Þrívíddarhönnun

Mögulegt er að notast við hvers konar þrívíddar forrit í Fab Lab smiðjunum en hér er listi yfir forrit sem notuð eru.

Rafeindatækni og forritun

Í Fab Lab smiðjunum er gefin innsýn í heim lágspennurafeindatækni með sérstakri áherslu á s.k. embedded electronics.  Þar er mögulegt að gera eigin rafrásir, lóða örgjörva, skynjara o.fl. til þess að gera eigin örtölvur og forrita þær.

Tækjabúnaður í Fab Lab

Í Fab Lab smiðjunum er margs konar búnaður, eins og t.d. laserskerar,  vinylskerar, þrívíddarprentarar
stórar fræsivélar og fín fræsarar.

Fab Stelpur & Tækni

Verkefnið Fab Stelpur & Tækni miðaði að því að auka áhuga stúlkna á aldrinum 14 til 20 ára á því að nýta Fab Lab smiðjur og læra á stafræn tæki. Enn fremur að fræða ungar stúlkur um heim tækninnar og fjölbreytta möguleika tæknináms og starfa í tækniiðnaði.
Einnig sneri verkefnið að því að brjóta niður staðalmyndir og hvetja ungar stúlkur til að vera virkar á sviði nýsköpunar og tækniþróunar.
Verkefnið er fræðslusamstarf Vöruhússins/Fab Lab, grunn- og framhaldsskóla í Hornafirði og Nýheima þekkingarseturs.

is_ISÍslenska