FAB LAB KENNSLUEFNI
Sóknaráætlun Suðurlands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Fab Lab Ísland og Sveitarfélagið Hornafjörður standa fyrir verkefninu Skapandi skólastarf á Suðurlandi – Nýsköpun og stafræn framleiðslutækni í grunnskólum og bjóða grunnskólum á Suðurlandi til samstarfs.
Markmið verkefnisins er innleiða þekkingu á stafrænni framleiðslutækni og gefa nemendum í grunnskólum Suðurlands tækifæri og færni til þess að virkja sköpunarhæfni sína með hjálp nýjustu tækni.
Hér er kennsluefni sem nýtist í Fab Lab smiðjum landsins ásamt grunn- og framhaldsskólum.
Kennsluefnið má nota án endurgjalds en athugasemdir um hvernig megi bæta efnið eru vel þegnar.
Gerð kennsluefnisins er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Fab Lab Íslands og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.